Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
   lau 20. september 2025 11:55
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu frábært mark Gravenberch gegn Everton
Mynd: EPA
Hollenski miðjumaðurinn Ryan Gravenberch var rétt í þessu að koma Liverpool yfir í grannaslagnum gegn Everton á Anfield, en það var annað mark hans á tímabilinu.

Gravenberch hefur verið óaðfinnanlegur í byrjun leiktíðar. Hann var að vísu í leikbanni í fyrstu umferðinni, en kom inn í byrjunarliðið gegn Newcastle og skoraði þá sitt fyrsta mark á tímabilinu.

Arne Slot notaði hann sem varnarsinnaðan miðjumann á fyrsta tímabili sínu og blómstraði hann í því hlutverki. Hann hefur haldið uppteknum hætti á þessari leiktíð og verið Liverpool mikilvægur í bæði vörn og sókn.

Hollendingurinn skoraði annað deildarmark sitt og sitt fyrsta í Bítlaborgarslagnum. Mohamed Salah kom með hnitmiðaða sendingu inn á teiginn sem Gravenberch lyfti skemmtilega yfir Jordan Pickford í markinu.

Markið má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir