Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 18. september 2025 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þessir sex eru á hættusvæði fyrir úrslitaleikinn
Lengjudeildin
Sauð á Joao þegar hann fór af velli í gær.
Sauð á Joao þegar hann fór af velli í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frans er einu gulu spjaldi frá banni.
Frans er einu gulu spjaldi frá banni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einn leikmaður og einn liðsstjóri verða í leikbanni þegar Njarðvík fær Keflavík í heimsókn á sunnudag. Oumar Diouck fékk eins og frægt er orðið rautt spjald í leiknum í gær og Guðmundur Árni Þórðarson liðsstjóri Keflavíkur fékk rautt spjald í lok leiks.

Eftir fyrri undanúrslitaleikina eru sex leikmenn einu gulu spjaldi fá því að fara í bann í úrslitaleiknum.

Frans Elvarsson (Keflavík), Marin Brigic (Keflavík), Joao Ananias (Njarðvík), Valdimar Jóhannsson (Njarðvík), Dagur Ingi Axelsson (HK) og Viktor Steinarsson (Þróttur).

Seinni undanúrslitaleikirnir fara fram á sunnudag og úrslitaleikurinn fer fram annan laugardag. Njarðvík og HK leiða einvígin með einu marki eftir fyrri leikina.

sunnudagur 21. september
Undanúrslit
14:00 Þróttur R. (3) - (4) HK(AVIS völlurinn)
14:00 Njarðvík (2) - (1) Keflavík(JBÓ völlurinn)

laugardagur 27. september
16:15 Úrslitaleikur- (Laugardalsvöllur)
Athugasemdir
banner