Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 18. september 2025 11:50
Elvar Geir Magnússon
Carragher segir Chelsea hafa unnið „Mikka mús bikar“
Sparkspekingurinn Jamie Carragher.
Sparkspekingurinn Jamie Carragher.
Mynd: EPA
Liverpool goðsögnin Jamie Carragher hefur pirrað marga stuðningsmenn Chelsea eftir að hann sagði að félagið hefði ekki tekið framförum undir eignarhaldi Todd Boehly. Þá segir hann HM félagsliða ekki merkilega keppni.

„Við getum látið eins og þetta hafi heppnast vel eftir að eigendurnir tóku yfir en það er ekki rétt. Þegar þeir komu inn var Thomas Tuchel stjórinn og hafði unnið Meistaradeildina með liðinu. Manchester City og Liverpool voru tvö bestu lið heims en Chelsea var þriðja besta liðið," sagði Carragher í umræðu á CBS Sport eftir að Chelsea tapaði 3-1 gegn Bayern München í Meistaradeildinni í gær.

„Það hefur ekki orðið bæting, liðið er fjarlægara en það var fyrir þremur og hálfu ári þegar kemur að því að berjast við sterkustu liðin. Það er fjarlægara þrátt fyrir að hafa eytt tveimur milljörðum punda."

Micah Richards var með Carragher í settinu og voru þeir félagar ekki sammála. Richards benti á að Chelsea hefði unnið HM félagsliða í sumar.

„Mikka mús bikar," svaraði Carragher sem finnst HM félagsliða greinilega ekki merkilegur titill.
Athugasemdir
banner
banner