Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 18. september 2025 17:35
Kári Snorrason
Grannaslagur á Sauðárkróki: „Vonandi verður hitinn innan eðlilegra marka“
Sigurður Pétur Stefánsson.
Sigurður Pétur Stefánsson.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Kormákur/Hvöt mætir grönnum sínum í Tindastóli annað kvöld í undanúrslitum Fótbolti.net bikarsins á Sauðárkróki. Sigurliðið tryggir sér farseðil á Laugardalsvöll í úrslitaleik.

Fótbolti.net ræddi við Sigurð Pétur Stefánsson fyrirliða Kormáks/Hvatar fyrir undanúrslitaleikinn.

„Þetta er klárlega stærsti leikur tímabilsins fyrir bæði lið, og sá leikur sem maður vonaðist eftir að fá í Fótbolti.net bikarnum,“ segir Sigurður.

Kormákur/Hvöt endaði í fjórða sæti í 2. deild en Tindastóll endaði einnig í fjórða sæti en í 3. deild. Sigurður býst við erfiðum leik á Sauðarkróksvelli.

„Við komum bara inn í þetta eins og hvern annan leik. Þeir hafa unnið 5 leiki í röð, og er því óhætt að segja að við þurfum að spila vel til að ná sigri.“

Leikurinn fer fram annað kvöld og má búast við mikilli stemningu á Króknum.

„Það verður örugglega mikil stemning og jafnvel einhver hiti, bæði inn á vellinum og í stúkunni. Vonandi verður sá hiti innan eðlilegra marka, sem myndi þá bara gera leikinn skemmtilegri.“
Athugasemdir
banner