Það sauð aldeilis upp úr í lok grannaslags Tindastóls og Kormáks/Hvatar á Sauðárkróksvelli í dag. Liðin mættust í undanúrslitaleik Fótbolti.net bikarsins. Það var mikil stemning á vellinum, vel mætt, gjallarhorn og sungið allan tímann. Mikill hiti í áhorfendum og einhverjir leikmenn misstu gjörsamlega hausinn.
Fjögur rauð spjöld litu dagsins ljós, það fyrsta á fyrirliða gestanna fyrir það að setja olnbogann í hálsinn á leikmanni Tindastóls, svo fékk spilandi þjálfari Kormáks/Hvatar rauða spjaldið á bekknum seint í leiknum, í uppbótartíma fór þriðja rauða spjaldið á loft á leikmann gestanna og eftir leik fór enn eitt spjaldið á loft.
Fjögur rauð spjöld litu dagsins ljós, það fyrsta á fyrirliða gestanna fyrir það að setja olnbogann í hálsinn á leikmanni Tindastóls, svo fékk spilandi þjálfari Kormáks/Hvatar rauða spjaldið á bekknum seint í leiknum, í uppbótartíma fór þriðja rauða spjaldið á loft á leikmann gestanna og eftir leik fór enn eitt spjaldið á loft.
Lætin eftir leik má sjá í myndböndunum hér við fréttina.
„Þetta er til skammar. Gæslumenn hafa í nógu að snúast hérna... nokkrir af leikmönnum Kormáks/Hvatar gerðu atlögu að dómurunum. 9 gæslumenn fylgja dómurunum upp í hús," skrifaði Snæbjört Pálsdóttir í textalýsingu leiksins í lok leiks.
Þar sést að gæslumenn höfðu í nógu að snúast við það að passa upp á að leikmenn gestanna myndu ekki vaða í dómara leiksins eftir að flautað var til leiksloka. Sveinn Arnarsson dæmdi leikinn.
Athugasemdir