Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   lau 20. september 2025 00:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Mynd: Skjáskot
Það sauð aldeilis upp úr í lok grannaslags Tindastóls og Kormáks/Hvatar á Sauðárkróksvelli í dag. Liðin mættust í undanúrslitaleik Fótbolti.net bikarsins. Það var mikil stemning á vellinum, vel mætt, gjallarhorn og sungið allan tímann. Mikill hiti í áhorfendum og einhverjir leikmenn misstu gjörsamlega hausinn.

Fjögur rauð spjöld litu dagsins ljós, það fyrsta á fyrirliða gestanna fyrir það að setja olnbogann í hálsinn á leikmanni Tindastóls, svo fékk spilandi þjálfari Kormáks/Hvatar rauða spjaldið á bekknum seint í leiknum, í uppbótartíma fór þriðja rauða spjaldið á loft á leikmann gestanna og eftir leik fór enn eitt spjaldið á loft.


Lætin eftir leik má sjá í myndböndunum hér við fréttina.

„Þetta er til skammar. Gæslumenn hafa í nógu að snúast hérna... nokkrir af leikmönnum Kormáks/Hvatar gerðu atlögu að dómurunum. 9 gæslumenn fylgja dómurunum upp í hús," skrifaði Snæbjört Pálsdóttir í textalýsingu leiksins í lok leiks.

Þar sést að gæslumenn höfðu í nógu að snúast við það að passa upp á að leikmenn gestanna myndu ekki vaða í dómara leiksins eftir að flautað var til leiksloka. Sveinn Arnarsson dæmdi leikinn.


Athugasemdir
banner
banner