Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
   lau 20. september 2025 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Szczesny: Mitt hlutverk er að hjálpa García
Mynd: EPA
35 ára gamall Wojciech Szczesny er samningsbundinn Barcelona næstu tvö árin, eftir að hafa tekið hanskana af hillunni til að spila fyrir félagið í fyrra.

Hann tók byrjunarliðssætið í fyrra en er í dag orðinn varamarkvörður fyrir Joan García og fyrirliðann Marc-André ter Stegen, sem er að glíma við bakmeiðsli.

„Mitt hlutverk er að hjálpa til við að undirbúa Joan García sem best fyrir næsta leik. Ég reyni að hjálpa honum að gera vel í hverjum einasta leik. Það er ekki auðvelt þegar það er leikur á þriggja daga fresti og mikil pressa í hvert skipti," segir Szczesny.

„Þetta er eitthvað sem hann þarf að læra, ég vona að ég geti átt þátt í að hjálpa honum að ná árangri. Ég er varamarkvörðurinn og verð það áfram.

„Hann er nú þegar einn af bestu markvörðum í Evrópu en mitt hlutverk er að hjálpa honum að komast á næsta stig."

Athugasemdir