Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
banner
   fös 19. september 2025 15:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Blikar mæta serbnesku liði í Evrópubikarnum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Degið var í 2. umferð forkeppninnar í Evrópubikarnum í dag. Það er ný keppni sem Breiðablik tryggði sér farmiðann í með því að vinna írsku meistarana í Athlone Town í forkeppni Meistaradeildarinnar í síðasta mánuði.

Í pottinum voru 32 lið og drógust Íslands- og bikarmeistararnir á móti ZFK Spartak Subotica frá Serbíu.

Serbneska liðið endaði í 2. sæti heima fyrir á síðasta tímabili og er í toppsætinu sem stendur. Það var 'seeded' fyrir dráttinn, sem eitt af sextán stigahæstu liðunum í drættinum, en 'seeded' lið gátu ekki mæst innbyrðis. Fyrri leikurinn fer fram 7. eða 8. október og seinni leikurinn viku síðar.

Sjö önnur Íslendingalið voru í drættinum. Það verður Íslendingaslagur þar sem Anderlecht mætir Braga. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir er hjá Anderlecht og þær Guðrún Arnardóttir og Ásdís Karen Halldórsdóttir eru í Braga.

Inter, með þær Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Cecilíu Rán Rúnarsdóttur, dróst á móti Vllaznia frá Albaníu. Häcken, þar sem þær Fanney Inga Birkisdóttir og Eyrún Embla Hjartardóttir spila, mætir pólska liðinu Katowice.

Rosengård, sem Ísabella Sara Tryggvadóttir spilar með, mætir Sporting frá Portúgal. Emelía Óskarsdóttir sem er í HB Köge mætir Glasgow og Diljá Ýr Zomers og liðsfélagar hennar í Brann mæta Hammarby. Hjá Hammarby er Arnór Smárason íþróttastjóri kvennaliðsins.
Athugasemdir
banner