Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
   fös 19. september 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola: Synd að De Bruyne fékk ekki að spila meira
Mynd: EPA
Pep Guardiola var mjög hrifinn af leik Napoli gegn Man City í gær en City vann 2-0 eftir að hafa verið manni fleiri frá 20. mínútu.

„Antonio Conte veit svo margt, ég get ekki hent í svona sterka varnarframmistöðu einum manni færri. Þeir héldu einbeitingu, tvöfölduðu, kúltúrinn er magnaður. Við spiluðum ekki leiðinlegan fótbolta, við reyndum að skora og það var auðveldara eftir að við brutum ísinn. Við erum ánægðir með sigurinn en það er langt í land," sagði Guardiola.

Kevin de Bruyne gekk til liðs við Napoli frá Man City í sumar. Hann var í byrjunarliðinu í gær en Conte tók hann af velli eftir rúmlega 20 mínútna leik til að þétta vörnina eftir að Giovanni Di Lorenzo fékk að líta rauða spjaldið.

„Ég vona að ég hitti hann síðar. Þú áttar þig ekki á því sem hann gerði hérna síðustu tíu ár. Það hefði verið ómögulegt að vinna það sem við unnum án hans. Þið sáuð í dag hversu mikils hann er metinn meðal stuðningsmannana, það er synd að hann fékk ekki að spila meira," sagði Guardiola.
Athugasemdir