María Catharína Ólafsdóttir Grós var í byrjunarliði Linköping sem tók á móti PIteå í efstu deild sænska boltans í dag og skoraði hún jöfnunarmark á 20. mínútu.
Piteå tók forystuna á ný í seinni hálfleik en heimakonum í Linköping tókst að jafna seint í uppbótartíma, eða á 97. mínútu. Lokatölur urðu því 2-2.
María lék allan leikinn og var þetta hennar þriðja mark í síðustu fimm leikjum Linköping.
Liðið er í næstneðsta sæti í deildinni eftir þetta jafntefli, sex stigum frá öruggu sæti þegar sjö umferðir eru eftir.
Ingibjörg Sigurðardóttir var ónotaður varamaður í stórsigri Freiburg gegn Hamburger í efstu deild í Þýskalandi. Freiburg er á toppi þýsku deildarinnar með 7 stig eftir 3 fyrstu umferðirnar. Næstu lið fyrir neðan eiga leik til góða.
Í B-deild þýska boltans var Brynjar Ingi Bjarnason í byrjunarliði Greuther Fürth sem lagði Arminia Bielefeld á útivelli.
Hann lék fyrstu 70 mínúturnar og var skipt af velli í stöðunni 1-1, en lokatölur urðu 1-3. Greuther Fürth er með 9 stig eftir 6 umferðir.
Að lokum var Davíð Kristján Ólafsson ónotaður varamaður í flottum sigri Cracovia í efstu deild í Póllandi. Cracovia vann með þriggja marka mun og er á toppi pólsku deildarinnar með 17 stig eftir 8 umferðir.
Linköping 2 - 2 Pitea
0-1 A. Johannesen ('17)
1-1 María Catharína Ólafsdóttir Grós ('20)
1-2 S. Swedman ('86)
2-2 C. Andersson ('97)
Freiburg 6 - 2 Hamburger
Arminia Bielefeld 1 - 3 Greuther Furth
GKS Katowice 0 - 3 Cracovia
Athugasemdir