Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 18. september 2025 19:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Amanda í Meistaradeildina - Diljá og Fanney í Evrópubikarinn
Kvenaboltinn
Mynd: Twente
Amanda Andradóttir byrjaði á bekknum þegar hollenska liðið Twente tryggði sér örugglega sæti í deildarkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Twente vann GKS Katowice frá Póllandi 4-1 í kvöld en fyrri leiknum lauk með 4-0 sigri. Amanda kom inn á þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma.

Hacken og Atletico Madrid skildu jöfn, 1-1, í Svíþjóð í fyrri leiknum. Atletico vann 2-1 í kvöld eftir framlengdan leik. Fanney Inga Birkisdóttir sat á bekknum hjá Hacken.

Brann vann frábæran 1-0 sigur gegn Man Utd í Noregi í fyrri leiknum. Þetta var hins vegar erfiður róður í Manchester í kvöld þar sem heimakonur unnu 3-0. Diljá Ýr Zomers kom inn á undir lok leiksins.

Hacken og Brann munu spila í forkeppn Evrópubikarsins.

Sara Björk Gunnarsdóttir kom inn á 69. mínútu hjá Al-Qadsiah í 4-1 tapi gegn Al-Nassr í sádi arabísku deildinni. Al-Qadsiah er án stiga eftir tvær umferðir.
Athugasemdir