Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 18. september 2025 18:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: Dramatík á Parken - Mignolet varði víti
Alex Grimaldo
Alex Grimaldo
Mynd: EPA
Simon Mignolet
Simon Mignolet
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Club Brugge fékk Mónakó í heimsókn í Meistaradeildinni í dag. Club Brugge lenti í vandræðum snemma leiks. Markvörðurinn Simon Mignolet gerðist brotlegur innan teigs og vítaspyrna dæmd.

Hann gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Hann var ekki sáttur með dóminn og öskraði í átt að dómaranum eftir að hafa varið vítið og fékk að líta gula spjaldið.

Stuttu síðar þurfti Mignolet að fara af velli vegna meiðsla. Club Brugge var með öll völd á vellinum og vann að lokum öruggan sigur.

FC Kaupmannahöfn fékk Leverkusen í heimsókn á Parken. FCK komst yfir snemma leiks þegar Jordan Larsson komst fram fyrir varnarmenn Leverkusen og skoraði eftir sendingu út í teiginn frá Elias Achouri.

Leverkusen var mun meira með boltann en FCK var að skapa sér betri færi.

Þýska liðið náði hins vegar að jafna metin undir lokin þegar Alex Grimaldo skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Stuttu síðar komst FCK aftur yfir þegar Brasilíumaðurinn Robert skoraði með skalla þegar hann var nýkominn inn á sem varamaður.

Leverkusen gafst ekki upp. Í uppbótatíma varð Pantelis Hatzidiakos fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Club Brugge 4 - 1 Monaco
0-0 Maghnes Akliouche ('10 , Misnotað víti)
1-0 Nicolo Tresoldi ('32 )
2-0 Raphael Onyedika ('39 )
3-0 Hans Vanaken ('43 )
4-0 Mamadou Diakhon ('75 )
4-1 Ansu Fati ('90 )

FC Kobenhavn 2 - 2 Bayer
1-0 Jordan Larsson ('9 )
1-1 Alex Grimaldo ('82 )
2-1 Robert ('87 )
2-2 Pantelis Chatzidiakos ('90 , sjálfsmark)
Athugasemdir
banner
banner