Undanúrslit Fótbolti.net bikarsins, bikarkeppni neðri deilda, verða leikin um helgina en leikið verður til þrautar og barist um sæti í úrslitaleiknum sjálfum sem verður á hybrid grasi Laugardalsvallar föstudagskvöldið 26. september.
Það kemur nýtt nafn á bikarinn þetta árið. Tindastóll, sem hafnaði í fjórða sæti þriðju deildar, tekur á móti Kormáki/Hvöt, sem endaði í fjórða sæti deild ofar, í spennandi grannaslag á Sauðárkróki í kvöld.
Á morgun, laugardag, tekur Grótta, sem endaði í öðru sæti 2. deildar og komst upp í Lengjudeildina, á móti Víkingi Ólafsvík, sem endaði í 8. sæti í sömu deild.
Það kemur nýtt nafn á bikarinn þetta árið. Tindastóll, sem hafnaði í fjórða sæti þriðju deildar, tekur á móti Kormáki/Hvöt, sem endaði í fjórða sæti deild ofar, í spennandi grannaslag á Sauðárkróki í kvöld.
Á morgun, laugardag, tekur Grótta, sem endaði í öðru sæti 2. deildar og komst upp í Lengjudeildina, á móti Víkingi Ólafsvík, sem endaði í 8. sæti í sömu deild.
Öflug dómarateymi verða á leikjunum; Sveinn Arnarsson og Elías Ingi Árnason verða aðaldómarar.
föstudagur 19. september
19:15 Tindastóll-Kormákur/Hvöt (Sauðárkróksvöllur)
Dómari: Sveinn Arnarsson
Aðstoðardómarar: Patrik Freyr Guðmundsson og Eðvarð Eðvarðsson.
Eftirlitsmaður KSÍ: Magnús Sigurður Sigurólason.
laugardagur 20. september
14:00 Grótta-Víkingur Ó. (Vivaldivöllurinn)
Dómari: Elías Ingi Árnason
Aðstoðardómarar: Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage og Óliver Thanh Tung Vú,
Eftirlitsmaður KSÍ: Bragi Bergmann.
Athugasemdir