Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 17. september 2025 23:30
Brynjar Ingi Erluson
Yngstur í sögu Liverpool
Mynd: EPA
Ungstirnið Rio Ngumoha varð yngsti leikmaður í sögu Liverpool til að spila í Evrópukeppni er hann kom inn af bekknum í 3-2 sigri liðsins á Atlético Madríd í Meistaradeildinni í kvöld.

Ngumoha, sem varð 17 ára í síðasta mánuði, hefur verið að fá mínútur með aðalliðinu á tímabilinu og nýtt þær vel.

Hann kom inn af bekknum gegn Newcastle United í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar og skoraði sigurmarkið með glæsilegri afgreiðslu í uppbótartíma.

Englendingurinn hefur komið með nýjan og ferskan blæ inn í lið Liverpool og heldur áfram að fá traustið frá Arne Slot.

Ngumoha kom inn hjá Liverpool undir lok leiks gegn Atlético og varð þar með yngsti leikmaður félagsins til að spila í Evrópukeppni. Hann er nákvæmlega 17 ára og 19 daga gamall, en hann tók metið af Trey Nyoni sem var 17 ára og 213 daga gamall þegar hann kom inn á gegn PSV á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner