Franski framherjinn Hugo Ekitike var að skora þriðja deildarmark sitt fyrir Liverpool á tímabilinu er hann kom liðinu í 2-0 gegn Everton á Anfield.
Liverpool keypti Ekitike frá Eintracht Frankfurt í sumar og nokkrum vikum síðar var Alexander Isak fenginn frá Newcastle.
Samkeppnin um framherjastöðuna er mikil og virðist það hafa góð áhrif á Ekitike sem er að veita Arne Slot svakalegan hausverk þegar það kemur að liðsvali.
Hugmynd Slot er auðvitað að láta þá skipta hlutverkinu á milli sín og ná þannig að stýra álagi á hópnum, en báðir vilja auðvitað spila stærstu leikina.
Ekitike fékk kallið í dag á meðan Isak mun koma af bekknum í þeim síðari, akkúrat öfugt við það sem Slot bauð upp á í 3-2 sigrinum á Atlético í miðri viku.
Frakkinn þakkaði Slot fyrir traustið í dag með því að gera annað mark Liverpool eftir laglega sendingu frá hinum markaskorara dagsins, Ryan Gravenberch.
Þriðja mark Ekitike í deildinni og hans fjórða ef Samfélagsskjöldurinn er tekinn með.
???????????????????????????????? HUGO EKITIKE DOUBLES THE LEAD FOR LIERPOOL!
— Tekkers Foot (@tekkersfoot) September 20, 2025
Liverpool 2-0 Everton.pic.twitter.com/TgvXcbus5i
Athugasemdir