Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fim 18. september 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Donnarumma: Aðeins eitt félag sem kom til greina
Mynd: EPA
Ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma segir að það hafi aðeins komið til greina að ganga í raðir Manchester City frá Paris Saint-Germain í sumar.

Man City festi kaup á Donnarumma undir lok gluggans eftir að franska félagið gafst upp á því að reyna framlengja samning hans.

Donnarumma, sem varð Evrópumeistari með PSG á síðasta tímabili, var orðaður við Chelsea, Man City og Man Utd, en í raun hafi aðeins eitt félag komið til greina.

„Þetta var allt saman mjög skýrt. Þrá mín var að koma hingað og það var eini möguleikinn og það eina sem ég vildi. Það kom ekkert annað til greina, þannig ég er ánægður að vera hér hjá City og að vera hluti af þessu frábæra liði.“

„Fyrir sumarið vissi ég að Man City hafði áhuga á að fá mig og það samband styrkist eftir HM félagsliða. Ég vissi að stjórinn var að reyna allt til að fá mig hingað og að allir vildu fá mig. Þessi hrifning fyllti mig af stolti og því hikaði ég ekki við að koma hingað glaður og fullur af eldmóð.“

„Móttökurnar létu mér líða eins og ég hafi verið hér til margra ára,“
sagði Ítalinn við BBC,
Athugasemdir
banner