Liverpool tekur á móti Everton 11:30 á morgun, í borgarslag sem beðið er með mikilli eftirvæntingu. David Moyes stjóri Everton fór eldsnemma á fætur í morgun til að ræða við fjölmiðlamenn í aðdraganda leiksins.
„Ég mun klárlega ekki segja ykkur hvað ég segi við mína leikmenn, það er leyndamál. En eins og sést hefur þá er Liverpool með hrikalega gott lið en liðið hefur líka sýnt veikleika þegar það hefur verið að fá á sig mörk," segir Moyes.
„Ég mun klárlega ekki segja ykkur hvað ég segi við mína leikmenn, það er leyndamál. En eins og sést hefur þá er Liverpool með hrikalega gott lið en liðið hefur líka sýnt veikleika þegar það hefur verið að fá á sig mörk," segir Moyes.
„Við munum auðvitað reyna að nýta veikleika þeirra þegar við fáum tækifæri. Við spiluðum gegn þeim á Anfield á síðasta tímabili og töpuðum á rangstöðumarki. Við viljum gera þeim erfitt fyrir aftur og vonandi munu hlutirnir detta með okkur."
„Við erum á réttri leið og viljum geta barist við bestu liðin. Það eru allir meðvitaðir um að borgarslagurinn er sérstakur leikur, stuðningsmennirnir og fjölmiðlarnir vita vel. Þetta er gott tækifæri fyrir okkur að sjá hvar við stöndum."
„Arne Slot hefur gert magnaða hluti síðan hann tók við sem stjóri Liverpool. Þeir hafa fengið inn frábæra leikmenn en ég get ekki einbeitt mér að þeim, ég einbeiti mér að mínum leikmönnum. Við erum meðvitaðir um að þeir eru að skora mikið í lokin og þetta minnir mig á það þegar Sir Alex Ferguson var með Manchester United og talað var um 'Fergie Time'."
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 4 | 4 | 0 | 0 | 9 | 4 | +5 | 12 |
2 | Arsenal | 4 | 3 | 0 | 1 | 9 | 1 | +8 | 9 |
3 | Tottenham | 4 | 3 | 0 | 1 | 8 | 1 | +7 | 9 |
4 | Bournemouth | 4 | 3 | 0 | 1 | 6 | 5 | +1 | 9 |
5 | Chelsea | 4 | 2 | 2 | 0 | 9 | 3 | +6 | 8 |
6 | Everton | 4 | 2 | 1 | 1 | 5 | 3 | +2 | 7 |
7 | Sunderland | 4 | 2 | 1 | 1 | 5 | 3 | +2 | 7 |
8 | Man City | 4 | 2 | 0 | 2 | 8 | 4 | +4 | 6 |
9 | Crystal Palace | 4 | 1 | 3 | 0 | 4 | 1 | +3 | 6 |
10 | Newcastle | 4 | 1 | 2 | 1 | 3 | 3 | 0 | 5 |
11 | Fulham | 4 | 1 | 2 | 1 | 3 | 4 | -1 | 5 |
12 | Brentford | 4 | 1 | 1 | 2 | 5 | 7 | -2 | 4 |
13 | Brighton | 4 | 1 | 1 | 2 | 4 | 6 | -2 | 4 |
14 | Man Utd | 4 | 1 | 1 | 2 | 4 | 7 | -3 | 4 |
15 | Nott. Forest | 4 | 1 | 1 | 2 | 4 | 8 | -4 | 4 |
16 | Leeds | 4 | 1 | 1 | 2 | 1 | 6 | -5 | 4 |
17 | Burnley | 4 | 1 | 0 | 3 | 4 | 7 | -3 | 3 |
18 | West Ham | 4 | 1 | 0 | 3 | 4 | 11 | -7 | 3 |
19 | Aston Villa | 4 | 0 | 2 | 2 | 0 | 4 | -4 | 2 |
20 | Wolves | 4 | 0 | 0 | 4 | 2 | 9 | -7 | 0 |
Athugasemdir