Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 18. september 2025 10:54
Elvar Geir Magnússon
Palestína spilar vináttulandsleik gegn Böskum
Mynd: EPA
Landslið Palestínu hefur tilkynnt um vináttulandsleik sem mun fara fram í nóvember og er kynntur sem leikur til að „heiðra fórnarlömb þjóðarmorðs af hendi Ísraelsmanna“, eins og það er orðað.

Leikurinn verður á heimavelli Athletic Bilbao á Spáni og verður gegn sérstöku landsliði Baska, landsliði sem er ekki viðurkennt af FIFA.

Leikurinn verður til minningar um fórnarlömbin á Gaza-ströndinni en Spánn var eitt fyrsta landið til að viðurkenna Palestínu sem land.

Forsætisráðherrann Pedro Sanchez hefur gagnrýnt hernað Ísraela opinberlega og lýst yfir stuðningi opinberlega. Það er þó ekki einhugur innan landsins því forseti héraðsstjórnar Madrídar setti á dögunum bann við palestínska fánann í skólum.
Athugasemdir
banner
banner