Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 17. september 2025 22:04
Brynjar Ingi Erluson
Fyrirliðinn bestur hjá Liverpool - Fín frumraun hjá Isak
Virgil van Dijk var bestur hjá Liverpool
Virgil van Dijk var bestur hjá Liverpool
Mynd: EPA
Malo Gusto átti ekki góðan leik í liði Chelsea
Malo Gusto átti ekki góðan leik í liði Chelsea
Mynd: EPA
Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, var maður leiksins er liðið vann dramatískan 3-2 sigur á Atlético á Anfield í kvöld. Sky Sports heldur utan um einkunnagjöfina að þessu sinni.

Van Dijk er einn af þeim leikmönnum sem var gagnrýndur í byrjun tímabils og einhverjir á því mála að hann væri kominn yfir hæðina góðu.

Það er hins vegar fjarri sannleikanum. Van Dijk hefur verið frábær í síðustu leikjum og var maður vallarins í kvöld með 8 í einkunn.

Hann skoraði dýrmætt sigurmark með skalla eftir hornspyrnu í uppbótartíma og tryggði Liverpool öll stigin í 1. umferð í deildarkeppni Meistaradeildarinnar gegn Atlético.

Alexander Isak þreytti frumraun sína með Liverpool. Hann fær 7 sem er þokkaleg einkunn í fyrsta leik. Florian Wirtz, sem kom einnig til Liverpool í glugganum, var með 8 eins og Mohamed Salah. Ryan Gravenberch og Van Dijk.

Liverpool: Alisson (6), Frimpong (7), Robertson (7), Konate (7), Van Dijk (8), Gravenberch (8), Szoboszlai (7), Wirtz (8), Salah (8), Gakpo (6), Isak (7).
Varamenn: Mac Allister (6), Bradley (6), Ekitike (6), Ngumoha (6).

Atletico Madrid: Oblak (6), Llorente (8), Le Normand (6), Lenglet (6), Galan (7), Gallagher (6), Barrios (7), Gonzalez (6), Simeone (7), Griezmann (6), Raspadori (7).
Varamaður: Koke (6), Sorloth (5), Molina (6), Pubill (6).

Harry Kane var besti maður vallarins er Bayern München vann frækinn 3-1 sigur á Chelsea á Allianz-Arena.

Kane skoraði tvö mörk fyrir Bayern í leiknum og kom sér um leið í sögubækurnar, en hann er aðeins þriðji leikmaðurinn til þess að skora 20 mörk eða meira fyrir tvö félög í Meistaradeildinni.

Malo Gusto, bakvörður Chelsea, var slakastur með 5 hjá Chelsea, en hann gerði afdrifarík mistök í þriðja marki Bayern.

Bayern Munich: Neuer (7), Laimer (7), Upamecano (7), Tah (6), Stanisic (7), Kimmich (7), Pavlovic (7), Olise (8), Gnabry (7), Diaz (7), Kane (8)
Varamenn: Kim (8), Goretzka (7), Boey (7)

Chelsea: Sanchez (8), Gusto (5), Chalobah (6), Tosin (6), Cucurella (7), James (6), Caicedo (6), Palmer (8), Enzo (6), Neto (6), Joao Pedro (7)
Varamenn: Garnacho (6), Santos (6), Esteavo (6)
Athugasemdir
banner