Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
   fös 19. september 2025 14:18
Elvar Geir Magnússon
Ekki viss um hvort Rodri geti byrjað gegn Arsenal
Spænski miðjumaðurinn Rodri.
Spænski miðjumaðurinn Rodri.
Mynd: EPA
Pep Guardiola er óviss um hvort Rodri geti byrjað fyrir Manchester City gegn Arsenal á sunnudag. Það yrði þriðji leikur hans á átta dögum en miðjumaðurinn er að jafna sig eftir alvarleg hnémeiðsli sem hann hlaut fyrir ári síðan.

Rodri bað um skiptingu þegar klukkutími var liðinn af 2-0 sigurleiknum gegn Napoli í Meistaradeildinni á fimmtudag. Hann spilaði 76 mínútur í 3-0 sigrinum gegn Manchester United síðasta sunnudag.

„Þetta er góð spurning," sagði Guardiola þegar hann var spurður að því eftir leikinn á fimmtudag hvort Rodri væri fær um að byrja þrjá leiki á átta dögum.

„Það var klókt af honum að biðja um skiptingu. Við reynum alltaf að stýra álaginu svo það sé honum fyrir bestu. Við tökum einn dag fyrir í einu og við sjáum hvernig honum líður á sunnudaginn."

Rodri varð fyrir krossbandaslitum í 2-2 jafntefli City gegn Arsenal þann 22. september á síðasta ári og spilað ekki aftur fyrr en hann kom af bekknum seint í leik gegn Bournemouth 20. maí. Hans fyrsti byrjunarliðsleikur eftir mótið var í sumar á HM félagsliða.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner