
„Mér líður mjög vel með þennan sigur, geggjað að skora tvennu og skora sigurmarkið, þetta er bara geggjað." sagði Karl Ágúst Karlsson eftir 4-3 sigur á Þrótt Reykjavík í ótrúlegum fótboltaleik sem fór fram í Kórnum í kvöld. Þetta var fyrri leikur leikur liðanna í þessu umspili um laust sæti í Bestu deild karla árið 2026.
Lestu um leikinn: HK 4 - 3 Þróttur R.
Staðan var markalaus í hálfleik en skoruð voru sjö mörk í síðari hálfleiknum og það var ekkert sem benti til þess þegar Helgi Mikael flautaði til hálfleiks í Kórnum í kvöld.
„Ég held að það hafi enginn búist við þessu en þetta einhverneigin gerðist."
HK komst yfir 2-0 en Þróttur kom til baka og komst yfir 2-3 áður en að HK snéri leiknum aftur við og enduðu á að vinna leikinn 4-3.
„Við byrjuðum bara að missa fókus og hættum að verjast en svo enduðum við bara á því að vinna leikinn."
Það er gríðarlega mikið undir í þessu umspili en sigurliðið úr þessu einvígi fer í hreinan úrslitaleik á Laugardalsvelli eftir rúma viku.
„Spennustigið var mjög hátt og bara gríðarlega spennandi leikir sko. Næstu leikur er á sunnudaginn og þá er allt undir."
„Við ætlum bara að spila okkar bolta á sunnudaginn og halda áfram að sækja og verjast eins og við gerum og erum búnir að gera í allt sumar."
Athugasemdir