Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
   fös 19. september 2025 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Patrick fór langt niður: Held að þetta hafi verið tímaspursmál
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar með 134 mörk skoruð í 208 leikjum.
Markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar með 134 mörk skoruð í 208 leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Zlatan glímdi við hásinameiðsli seint á sínum ferli.
Zlatan glímdi við hásinameiðsli seint á sínum ferli.
Mynd: AC Milan
'Þetta er í fyrsta sinn sem við spilum þessa lokaleiki og það er eitthvað til að spila um'
'Þetta er í fyrsta sinn sem við spilum þessa lokaleiki og það er eitthvað til að spila um'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Maður hefði viljað vera hluti af liðinu í lok móts og hjálpa því að afreka eitthvað, pirrandi að geta ekki gert það.'
'Maður hefði viljað vera hluti af liðinu í lok móts og hjálpa því að afreka eitthvað, pirrandi að geta ekki gert það.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'En nokkrum dögum seinna þá hugsaði ég að ég vildi koma til baka, koma sterkari til baka og sýna öllum að allt sé hægt. Hungrið er klárlega til staðar, ég mun klárlega koma til baka'
'En nokkrum dögum seinna þá hugsaði ég að ég vildi koma til baka, koma sterkari til baka og sýna öllum að allt sé hægt. Hungrið er klárlega til staðar, ég mun klárlega koma til baka'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er erfitt að vera ekki að spila fótbolta, pirrandi að vera bara í stúkunni þegar leikirnir eru spilaðir. Ég byrjaði að æfa á dögunum, efri líkamann og örlitlar hreyfingar á fætinum. Það er jákvætt, eitthvað til að horfa í. Ég reyni að koma á æfingar hitta strákana, mikilvægt að geta talað smá við þá og að komast aðeins úr húsinu. En það er leiðinlegt að vera ekki að spila," segir Patrick Pedersen.

Danski markahrókurinn varð fyrir því óláni að slíta hásin í bikarúrslitaleiknum gegn Vestra í síðasta mánuði og verður frá vegna meiðslanna fram á næsta ár. Hann verður 34 ára í nóvember og er samningsbundinn Val út tímabilið 2027.

Pirrandi að geta ekki hjálpað
„Ég er sammála þeim sem segja að það sé erfiðara að horfa á en að spila leikina, það getur verið mjög pirrandi að geta ekki lagt sitt af mörkum, geta ekki hjálpað liðinu, sérstaklega í okkar stöðu í deildinni. Maður hefði viljað vera hluti af liðinu í lok móts og hjálpa því að afreka eitthvað, pirrandi að geta ekki gert það."

Var eyðilagður
Þegar Patrick meiddist virtist hann upplifa eins og sparkað hefði verið aftan í hann á sprettinum, en raunin var að enginn snerting varð milli hans og varnarmanns Vestra.

„Ég var að taka djúpt hlaup og allt í einu fann ég fyrir höggi á hælinn/hásinina. Ég var viss um að varnarmaðurinn hefði sparkað í mig. Ég reyndi að standa upp, leit til baka og allir öskruðu að enginn hefði snert mig, enginn hefði verið nálægt mér. Ég vissi þegar ég reyndi að stíga í fótinn... ég datt niður og vissi að þetta væri hásinin. Það var döpur stund, ég var eyðilagður."

„Held að þetta hafi verið tímaspursmál, því miður"
Patrick telur að það séu tengsli milli þessara meiðsla og þeirra sem hann hefur fundið fyrir á þessu ári.

„Ég fór í aðgerð á hæl fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Ég held að það séu einhver tengsl þarna á milli. Ég fann ekkert fyrir hásininni, en hællinn hefur verið pirrandi og hann gæti hafa truflað hásinina eitthvað. Ég hef spilað í gegnum sársauka og kannski bara tímaspursmál að eitthvað myndi gerast. Ég hef fundið fyrir sársauka í hinum hælnum, þeim vinstri líka. Ég stefni á að fara í aðgerð á hæl í desember eða janúar."

„Ég held að þetta hafi verið tímaspursmál, því miður. Ég var að spíla í sársauka, miklum sársauka, en það var í hælnum. Ég fór í margar myndatökur og það var hægt að sjá eitthvað, en sögðu að þetta væri ekki hættulegt, svo ég hélt áfram að spila. Það var kannski ekki það besta í stöðunni að halda áfram að spila, en ég vildi auðvitað reyna fórna mér fyrir liðið, til þess að hjálpa því."


Fengu ráð frá sérfræðingi sem hafði hjálpað Zlatan
Hvernig gekk aðgerðin?

„Læknir Vals og annar læknir framkvæmdu aðgerðina, þeir töluðu við sérfræðing í Svíþjóð sem sem hafði hjálpað Zlatan Ibrahimovic þegar hann var í sínu hásinaveseni. Ég fékk þau svör að aðgerðin hefði gengið fullkomlega upp, þannig það lítur vel út."

„Það er erfitt að segja hvenær ég get byrjað að spila aftur. Ég er núna í spelkuskó og verð í honum næstu fimm vikurnar. Svo á ég að geta labbað, en ekki hlaupið alveg strax. Kannski get ég byrjað að hlaupa aðeins í desember. Ég þarf að byggja upp vöðvana í fætinum, hægri fóturinn er mjög mjór núna því ég hef ekki notað hann í þrjár vikur. Áður en ég fer að hlaupa þarf ég að byggja fótinn upp. Það er löng endurheimt framundan."


Var fyrst langt niðri en horfir núna til næsta tímabils
Patrick setur augun á næsta tímabil, hann ætlar sér að spila á tímabilinu 2026.

„Rétt eftir að þetta gerðist, eftir leikinn, þá hugsaði ég og sagði að ferillinn væri búinn. En nokkrum dögum seinna þá hugsaði ég að ég vildi koma til baka, koma sterkari til baka og sýna öllum að allt sé hægt. Hungrið er klárlega til staðar, ég mun klárlega koma til baka."

Enn meira pirrandi að detta út á þetta góðu skriði
Patrick hefur verið besti leikmaður Bestu deildarinnar á þessu tímabili, hann var kominn með átján mörk í nítján deildarleikjum og var búinn að slá met Tryggva Guðmundssonar yfir flest mörk skoruð í sögu efstu deildar.

„Auðvitað er það enn meira pirrandi að vera eiga svona gott tímabil, örugglega mitt besta tímabil á Íslandi til þessa, og svo gerist þetta. Það er mjög pirrandi. Ég hefði getað bætt markametið á einu tímabili og svoleiðis hluti og liðið var á góðu skriði. Núna get ég ekki hjálpað liðinu meira."

Hefur trú á Valsmönnum á lokasprettinum
Valur er núna tveimur stigum á eftir Víkingi í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn þegar fimm umferðir í efri hlutanum eru eftir.

„Að sjálfsögðu verður þetta erfitt, en ég er jákvæður á þetta. Við erum með það gott lið, erum með marga góða leikmenn. Það er mikið af mönnum sem geta skorað mörk. Þetta er í fyrsta sinn sem við spilum þessa lokaleiki og það er eitthvað til að spila um. Síðustu ár höfum við bara verið í baráttunni um Evrópusæti, en núna er möguleiki á titli. Ég veit að strákarnir eru mjög hungraðir í að gera eitthvað á þessu tímabili. Ég er jákvæður og veit að strákarnir vilja mjög mikið vinna deildina," segir Patrick.
Athugasemdir
banner