Leikmannasamtökin á Englandi eru að ræða við Chelsea vegna meðhöndlunar félagsins á Raheem Sterling og Axel Disasi. BBC fjallar um málið.
Eins og er æfa þeir tveir ekki með aðalliði félagsins og Enzo Maresca, stjóri liðsins, er ekki með þá í sínum plönum.
Eins og er æfa þeir tveir ekki með aðalliði félagsins og Enzo Maresca, stjóri liðsins, er ekki með þá í sínum plönum.
Sterling á tæplega tvö ár eftir af samningi sínum við Chelsea og Disasi er samningsbundinn til 2029. Sterling var hjá Arsenal á láni á síðasta tímabili og seinni hlutann var Disasi hjá Aston Villa.
Báðir voru áfram hjá Chelsea í sumar og það er ólíklegt að þeir komi við sögu fyrir janúargluggann.
Leikmannasamtökin vilja passa upp á að Sterling og Disasi geti æft við viðunandi aðstæður þrátt fyrir að vera ekki í plönum stjórans. Það er hægt að líta á það sem ofbeldi við leikmenn að setja þá alveg út í kuldann og gæti orðið til þess að leikmenn geti fengið samningi sínum rift. Samtökin vilja að félögin séu meðvituð um reglur FIFA.
Athugasemdir