Guðjón Pétur Lýðsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla til tveggja ára. Hann tekur við af Ian Jeffs sem hætti í lok tímabils eftir tvö ár í starfi.
Guðjón Pétur er uppalinn Haukamaður og þekkir því mjög vel til á Ásvöllum. Hann hefur verið leikmaður liðsins undanfarin tvö tímabil og var einnig leikmaður meistaraflokks tímabilið 2006 og aftur tímabilin 2009 og 2010.
Hann er að leggja fótboltaskóna á hilluna og tekur þjálfaramappan við. Á sínum leikmannaferli vann Gaui tvennuna í Svíþjóð sem leikmaður Helsingborg og vann tvo Íslandsmeistaratitla og einn bikartitil með Val. Alls skoraði hann 105 mörk í 520 KSÍ leikjum.
Guðjón Pétur er uppalinn Haukamaður og þekkir því mjög vel til á Ásvöllum. Hann hefur verið leikmaður liðsins undanfarin tvö tímabil og var einnig leikmaður meistaraflokks tímabilið 2006 og aftur tímabilin 2009 og 2010.
Hann er að leggja fótboltaskóna á hilluna og tekur þjálfaramappan við. Á sínum leikmannaferli vann Gaui tvennuna í Svíþjóð sem leikmaður Helsingborg og vann tvo Íslandsmeistaratitla og einn bikartitil með Val. Alls skoraði hann 105 mörk í 520 KSÍ leikjum.
Tilkynning Hauka
Hann þarf vart að kynna fyrir Haukafólki. Guðjón Pétur lagði skóna á hilluna að loknu ný afstöðnu tímabili eftir glæstan feril, fjölda titla og 520 deildarleiki. Við væntum mikils af Guðjóni Pétri sem býr yfir gríðarlegri reynslu og ótrúlega smitandi ástríðu, eldmóð og metnaði!
Það er óhætt að segja að strax ríkir mikil bjartsýni og stemmning á Ásvöllum með ráðningu Guðjóns Péturs til Knattspyrnufélagsins Hauka.
Til hamingju Guðjón Pétur, til hamingju Haukar og áfram Haukar!
Athugasemdir