Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
   lau 20. september 2025 10:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
John Andrews spáir í 18. umferð Bestu kvenna
Kvenaboltinn
John Andrews.
John Andrews.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanndís hefur verið að spila frábærlega.
Fanndís hefur verið að spila frábærlega.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
John spáir því að Bergdís skori tvö.
John spáir því að Bergdís skori tvö.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir var með fjóra rétta þegar hún spáði í síðustu umferð Bestu deildar kvenna. Síðasta umferðin fyrir skiptingu verður spiluð í heild sinni í dag en John Andrews, nýráðinn þjálfari KR, spáir í leikina að þessu sinni.

Fram 2 - 3 Valur (14:00 í dag)
Það eru alltaf mörk í þessu Framliði, en Valur virðist vera að komast á fínt skrið á góðum tíma. Murielle og Alda skora fyrir Fram en hver veit nema Fanndís skori þrennu fyrir Val. Hún er á eldi.

Breiðablik 4 - 1 Þór/KA (14:00 í dag)
Blikar eru sterkir og ég tel að þær haldi bara áfram að spila feiknavel í þessum leik. Þarna eru tveir góðir þjálfarar að mætast. Jói mun sjá til þess að Þór/KA liðið verði tilbúið en Blikar klára þetta seint þegar ungu leikmennirnir koma inn á.

Þróttur R. 0 - 0 Stjarnan (14:00 í dag)
Jafnvel þó að engin mörk verði skoruð í þessum leik þá held ég að þetta verði skemmtilegur leikur þar sem tvö spennandi lið sem spila hraðan fótbolta eru að mætast.

Tindastóll 2 - 1 FH (14:00 í dag)
Ég held að Donni sjái til þess að liðið sitt mæti af miklum krafti og mér finnst eins og þær gætu náð í óvænt úrslit. Thelma skorar fyrir FH og fyrir Tindastól skora Elísa Bríet og Makala.

Víkingur R. 4 - 2 FHL (14:00 í dag)
Þetta verður skemmtilegur leikur. Shaina og Ashley skora fyrir Víkinga og svo skorar Bergdís tvennu. Kalli hefur gefið FHL nýja orku og þær munu líka skora mörk. Björk og Rósey skora fyrir gestina.

Fyrri spámenn
Adda Baldurs (5 réttir)
Bára Kristbjörg (4 réttir)
Guðmunda Brynja (4 réttir)
Margrét Lára (4 réttir)
Magnús Haukur (4 réttir)
Vigdís Lilja (4 réttir)
Mist Rúnarsdóttir (4 réttir)
Hulda Ösp (3 réttir)
Katla Guðmunds (3 réttir)
Guðný Geirs (3 réttir)
Orri Rafn (3 réttir)
Guðrún Karitas (3 réttir)
Katla Tryggvadóttir (3 réttir)
Gylfi Tryggvason (3 réttir)
Emelía Óskarsdóttir (3 réttir)
Ásta Eir (2 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í Bestu deild kvenna eins og hún er akkúrat núna.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 17 15 1 1 68 - 13 +55 46
2.    FH 17 11 2 4 40 - 21 +19 35
3.    Þróttur R. 17 10 3 4 30 - 20 +10 33
4.    Valur 17 8 3 6 30 - 26 +4 27
5.    Stjarnan 17 8 1 8 29 - 32 -3 25
6.    Víkingur R. 17 7 1 9 36 - 39 -3 22
7.    Þór/KA 17 7 0 10 29 - 32 -3 21
8.    Fram 17 6 0 11 23 - 43 -20 18
9.    Tindastóll 17 5 2 10 22 - 40 -18 17
10.    FHL 17 1 1 15 11 - 52 -41 4
Athugasemdir
banner
banner