Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fös 19. september 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sveindís átti stóran þátt í jafntefli gegn sterku liði
Kvenaboltinn
Mynd: EPA
Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Angel City í nótt þegar liðið fékk Washington Spirit í heimsókn í bandarísku kvennadeildinni.

Washington komst yfir snemma leiks en þar var Trinity Rodman, dóttir körfuboltagoðsagarinnar fyrrverandi Dennis Rodman, á ferðinni. Hún lét verja frá sér víti en fylgdi á eftir og skoraði.

Angel City jafnaði stuttu síðar. Sveindís átti sendingu á Gisele Thompson sem sendi á Evelyn Shores sem skoraði, laglegt spil.

Angel City náði síðan forystunni snemma í seinni hálfleik en Washington náði að jafna metin og 2-2 urðu lokatölur. Angel City er í 10. sæti með 24 stig eftir 21 umferð. Washington Spirit er í 2. sæti með 37 stig.
Athugasemdir