Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fim 18. september 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Miðjumaður Liverpool mun líklega ná grannaslagnum
Mynd: EPA
Enski miðjumaðurinn Curtis Jones verður að öllum líkindum klár með Liverpool er liðið fær Everton í heimsókn í grannaslag í fimmtu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardag.

Jones var ekki með í 1-0 sigri Liverpool á Burnley um helgina vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Arsenal fyrir landsleikjahlé.

Arne Slot, stjóri Liverpool, segir Jones færast nær endurkomu, en hann var hins vegar ekki með gegn Atlético Madríd í Meistaradeildinni í gær.

„Hann mun æfa með hópnum á morgun og vonandi í hópnum á laugardag,“ sagði Slot.

Liverpool hefur unnið alla fjóra deildarleiki sína á tímabilinu, en leikurinn gegn Everton verður sömuleiðis fyrsti deildarleikur sænska framherjans Alexander Isak með þeim rauðu.
Athugasemdir
banner