Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
   fös 19. september 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
UEFA sektaði Crystal Palace - „UEFA Mafía"
Mynd: EPA
UEFA hefur sektað Crystal Palace um 10 þúsund evrur (8,693 pund) fyrir borða sem stuðningsmenn þeirra sýndu gegn Fredrikstad í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Félagið fékk refsingu fyrir að sýna UEFA óvirðingu og senda skilaboð sem ekki hæfa íþróttaviðburði samkvæmt greinum 16(2)(e) og 11(2)(d) í reglugerð UEFA.

Aðdáendur Palace sýndu borða með orðunum „UEFA MAFIA“ á útgáfu af merki UEFA með evrutákni í stað Evrópukorts.

Borðinn sást greinilega í Samfélagsskjöldnum gegn Liverpool á Wembley, markalausu jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um fyrstu helgi deildarinnar og fyrri leiknum á heimavelli gegn Fredrikstad, sem Palace vann 1-0.

Þetta gerðist eftir að félagið frá Suður-Lundúnum féll niður í Sambandsdeildina - þriðju deildarkeppni Evrópu - úr Evrópudeildinni fyrir að brjóta reglur um eignarhald fjölfélaga (MCO). Nottingham Forest kom í þeirra stað í Evrópudeildinni.
Athugasemdir