Fyrstu umferð í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu lýkur í kvöld með sex leikjum.
Club Brugge tekur á móti Mónakó í Belgíu á meðan Rúnar Alex Rúnarsson og félagar hans í FCK fá Bayer Leverkusen í heimsókn á Parken.
Eintracht Frankfurt og Galatasaray eigast við í Þýskalandi og þá spilar fyrrum lærisveinar Ruben Amorim í Sporting við Kairat frá Kasakstan.
Stærstu leikir kvöldsins eru leikir Barcelona og Newcastle á St. James' Park og leikur Manchester City gegn Napoli á Etihad-leikvanginum.
Kevin de Bruyne yfirgaf Man City í sumar sem goðsögn og mun nú snúa aftur á sinn gamla heimavöll með Napoli. Það er hægt að tryggja það að hann muni fá höfðingjalegar móttökur á vellinum.
Leikir dagsins:
16:45 Club Brugge - Mónakó
16:45 FCK - Leverkusen
19:00 Eintracht Frankfurt - Galatasaray
19:00 Sporting - Kairat
19:00 Newcastle - Barcelona
19:00 Man City - Napoli
Athugasemdir