Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 17. september 2025 23:16
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho tekur við Benfica - „Here we go!“
Mynd: EPA
Portúgalinn Jose Mourinho hefur samþykkt að taka við Benfica í heimalandinu og mun samningur hans gilda til næstu tveggja ára, en þetta fullyrðir Fabrizio Romano á X í kvöld.

Mourinho var rekinn frá Fenerbahce eftir að honum mistókst að koma liðinu í Meistaradeild Evrópu og þá var Bruno Lage látinn taka poka sinn hjá Benfica eftir óvænta tapið gegn Qarabag í deildarkeppni Meistaradeildarinnar í vikunni.

Benfica setti sig strax í samband við Mourinho sem hefur nú samþykkt að taka við liðinu.

Aðilarnir munu ganga frá viðræðum á næsta sólarhringnum og skrifar 'hinn sérstaki' undir tveggja ára samning.

Þetta verður í annað sinn sem hann tekur við Benfica á þjálfaraferlinum. Hann tók við í byrjun tímabilsins 2000-2001 eftir að Jupp Heynckes var rekinn, en Mourinho var sjálfur látinn fara nokkrum mánuðum síðar.

Mourinho þjálfaði einnig Uniao De Leiria áður en hann tók við Porto. Þar gerði hann garðinn frægan með því að vinna Meistaradeild Evrópu heldur óvænt árið 2004.

Portúgalinn hefur unnið 37 titla á tæplega 40 ára þjálfaraferli sínum og nú síðast árið 2022 er hann fagnaði sigri með Roma í Sambandsdeildinni.


Athugasemdir
banner