Stuttgart 2 - 0 St. Pauli
0-0 Angelo Stiller ('25 , Misnotað víti)
1-0 Ermedin Demirovic ('43 )
2-0 Bilal El Khannouss ('50 )
0-0 Angelo Stiller ('25 , Misnotað víti)
1-0 Ermedin Demirovic ('43 )
2-0 Bilal El Khannouss ('50 )
Stuttgart tók á móti St. Pauli í fyrsta leik helgarinnar í efstu deild þýska boltans og var bara eitt lið á vellinum í fyrri hálfleik.
St. Pauli varðist vel en fékk dæmda vítaspyrnu á sig á 25. mínútu, sem Angelo Stiller klúðraði. Ermedin Demirovic tók forystuna undir lok fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Jamie Lewelling og var staðan 1-0 í leikhlé.
Bilal El Khannouss, sem var keyptur úr röðum Leicester í sumar, tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfleik eftir undirbúning frá Demirovic.
Gestirnir frá Hamborg voru sterkari aðilinn í síðari hálfleik en sköpuðu sér ekki nóg til að bjarga stigi. Niðurstaðan verðskuldaður 2-0 sigur Stuttgart.
Lærisveinar Sebastian Hoeness eru komnir með 6 stig eftir 4 fyrstu umferðirnar á nýju tímabili.
Þetta er fyrsti tapleikur deildartímabilsins hjá St. Pauli, sem er með 7 stig.
Athugasemdir