Leikmenn Mónakó lentu óskemmtilegri lífsreynslu á ferðalagi sínu í Meistaradeildarleikinn gegn Club Brugge í gær.
Mónakó á útileik gegn Brugge í 1. umferð í deildarkeppni Meistaradeildarinnar og var því flogið frá Mónakó til Bruges.
Loftræstingarkerfið í flugvélinni bilaði og varð hitinn óbærilegur þannig að leikmenn neyddust til að afklæðast og voru á brókinni einni klæða.
Einhverjum leikmönnum fannst þetta að vísu fyndið og gerðu þeir í því að setja myndbönd á samfélagsmiðla til að sýna fylgjendum sínum frá þessari sérstöku upplifun.
Mónakó spilar við Brugge klukkan 19:00 í kvöld.
?? AS Monaco's flight to Bruges for their Champions League opener has been canceled due to an air conditioning issue. Players disembarked the plane in their underpants.
— Get French Football News (@GFFN) September 17, 2025
???? Jordan Tezepic.twitter.com/jUpsztmwEF
Athugasemdir