Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 18. september 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Tekur Bilic aftur við West Ham?
Bilic stýrði West Ham 2015-2017.
Bilic stýrði West Ham 2015-2017.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
West Ham íhugar að snúa sér að Slaven Bilic ef Graham Potter verður rekinn, samkvæmt Guardian.

Potter er undir aukinn pressu en liðið er í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum. Stjórnin er sögð hafa áhyggjur af því að liðið verði í fallbaráttu í vetur.

Bilic stýrði West Ham 2015-2017 og var áður leikmaður liðsins. Hann gæti snúið aftur til félagsins. Nuno Espírito Santo, fyrrum stjóri Nottingham Forest, er einnig orðaður við starfið, líkt og Sean Dyche, fyrrum stjóri Everton.

Ekki er víst að Nuno sé tilbúinn að taka við West Ham svona rétt eftir að hann var rekinn frá Forest. Nuno yfirgaf Forest eftir að hafa lent upp á kant við eigandann Evangelos Marinakis.

Síðasta þjálfarastarf Bilic var í Sádi-Arabíu. Hann kom Króatíu í 8-liða úrslit EM 2008 og komst upp í ensku úrvalsdeildina sem stjóri West Brom 2020.
Athugasemdir
banner