Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
   fös 19. september 2025 11:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeild kvenna: Tvö Íslendingalið mæta meisturunum og einn Íslendingaslagur
Kvenaboltinn
Sædís Rún og Vålerenga mæta Bayern München og Wolfsburg í deildarkeppninni.
Sædís Rún og Vålerenga mæta Bayern München og Wolfsburg í deildarkeppninni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dregið var í deildarkeppni Meistaradeildar kvenna í dag. Þrjú Íslendingafélög verða í deildinni í vetur; Bayern München, Twente og Vålerenga.

Bayern, þar sem Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði, mætir Meistaradeildarmeisturunum í Arsenal, Barcelona, Juventus, PSG, Vålerenga og Atletico Madrid.

Twente, liðið sem Amanda Andradóttir spilar með, mætir Chelsea, Arsenal, Real Madrid, Benfica, Atletico Madrid og OH Leuven.

Vålerenga, liðið sem Sædís Rún Heiðarsdóttir og Arna Eiríksdóttir spila með, mætir Wolfsburg, Bayern München, St. Pölten, Roma, Paris FC og Man Utd.

Fyrsta umferðin er spiluð eftir tvær og hálfa viku.
Athugasemdir
banner
banner