Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
   fös 19. september 2025 22:19
Ívan Guðjón Baldursson
Adam Árni fær leyfi til að ræða við önnur félög
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net hefur heimildir fyrir því að Adam Árni Róbertsson, fyrirliði Grindavíkur, sé að hugsa sér til hreyfings eftir frábært tímabil í Lengjudeildinni.

Adam Árni skoraði 16 mörk í 21 leik í deild og bikar í ár, eftir að hafa raðað inn mörkum í Lengjubikarnum í vor. Hann er búinn að eiga frábært ár og hefur fengið leyfi til að ræða við önnur félög.

Mikill áhugi var á Adam Árna í síðasta félagaskiptaglugga og verður áhugavert að fylgjast með næsta skrefi á ferlinum hans. Adam er fæddur 1999 og hefur spilað fótbolta á Suðurnesjunum í rúman áratug.

   11.08.2025 11:10
Lið og leikmaður 16. umferðar - Þrenna í endurkomusigri

Athugasemdir
banner