Afturelding er í botnsæti Bestu-deildarinnar nú þegar tvískiptingin er að hefjast. Liðið tapaði gegn ÍA á mánudag í fallbaráttuslag og eru nú þremur stigum frá öruggu sæti þegar fimm umferðir eru eftir.
Fótbolti.net ræddi við Axel Óskar Andrésson varnarmann Aftureldingar um stöðu liðsins og komandi leiki í tvískiptingunni.
Fótbolti.net ræddi við Axel Óskar Andrésson varnarmann Aftureldingar um stöðu liðsins og komandi leiki í tvískiptingunni.
„Að sjálfsögðu er þetta engin óskastaða sem við erum í. En við erum tilbúnir í fimm stríð. Það er erfitt að vinna ekki leiki. Þetta er súrsæt tilfinning því við erum búnir að spila vel og halda í okkar gildi. Spilum meiri fótbolta og minna af kraftabolta. Öll tölfræði sýnir fram á að við eigum að vera hærra í deildinni. Við vitum að við erum nógu góðir og eigum heima í þessari deild. Úrslitin munu fylgja, við munum fylgja okkar gildum og spila góðan fótbolta. Núna vantar smá 'Bad boy element' í okkur til þess að koma þessu yfir línuna.“
Síðasti sigurleikur Aftureldingar kom í lok júnímánaðar
„Að sjálfsögðu munum við gera allt til að vinna leiki. Stundum þarf að breyta einhverjum smáatriðum en við erum með okkar fótbolta og munum spila áfram svoleiðis.“
„Við þurfum að stökkva fyrir hvern einasta bolta í vörninni sem og í teig andstæðinganna. Við þurfum að fara upp um einn gír í brjálæðinu. Við vitum að við höfum þetta, ég veit að það er langt síðan að við unnum leik. Það er oft erfitt að komast yfir þröskuldinn að vinna leik. En þegar hann kemur þá veit ég að við erum í góðum málum.“
Ennþá í okkar höndum
„Ég met möguleikana í þessum lokasprett eins góða og þeir geta orðið, þetta er allt í okkar höndum. Við þurfum ekki að stóla á nein lið. Ef þú myndir tala við mig aðeins seinna og við myndum þurfa að stóla á hina og þessa þá myndi ég svara öðruvísi. Þetta er í okkar höndum, ef við vinnum okkar leiki þá náum við markmiðinu okkar.“
Næsti leikur Aftureldingar er úti gegn ÍBV næstkomandi sunnudag. Síðasti sigurleikur Mosfellinga kom einmitt í Vestmannaeyjum þann 23. júní.
„Ég elska að fara til Eyja og fara á þennan fallega völl. Við spilum á móti ótrúlega flottu liði ÍBV sem eru búnir að standa sig virkilega vel. Láki, gamli landsliðsþjálfarinn minn, kann þetta alveg. Ég hlakka til að mæta honum og spila flottan leik í Eyjum á geggjuðum velli.“
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 22 | 8 | 5 | 9 | 24 - 28 | -4 | 29 |
2. KA | 22 | 8 | 5 | 9 | 29 - 39 | -10 | 29 |
3. Vestri | 22 | 8 | 3 | 11 | 23 - 28 | -5 | 27 |
4. KR | 22 | 6 | 6 | 10 | 42 - 51 | -9 | 24 |
5. ÍA | 22 | 7 | 1 | 14 | 26 - 43 | -17 | 22 |
6. Afturelding | 22 | 5 | 6 | 11 | 29 - 39 | -10 | 21 |
Athugasemdir