Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
banner
   fös 19. september 2025 11:00
Elvar Geir Magnússon
Maresca harður: Prófið að fara á sjóinn
Enzo Maresca, stjóri Chelsea.
Enzo Maresca, stjóri Chelsea.
Mynd: EPA
Garnacho gæti byrjað.
Garnacho gæti byrjað.
Mynd: Chelsea
Leikmannasamtökin á Englandi eru að ræða við Chelsea vegna meðhöndlunar félagsins á Raheem Sterling og Axel Disasi. Eins og er æfa þeir tveir ekki með aðalliði félagsins og Enzo Maresca, stjóri liðsins, er ekki með þá í sínum plönum.

Leikmennirnir hafa verið að æfa einir að kvöldi til og Maresca var spurður út í áhrif þess á andlega líðan þeirra.

„Pabbi minn er 75 ára og í 50 ár vann hann sem sjómaður, hann vann frá því 10 um morguninn til 2 um nóttina. Það er erfitt starf í lífinu, ekki að vera leikmaður sem fær ekki að spila," svaraði Maresca og hefur litla samúð með leikmönnunum.

„Sem leikmaður þá hef ég verið í sömu stöðu og Raheem og Alex. Ég veit að þetta er ekki góð tilfinning. En það eru ákveðnar ástæður fyrir því að staðan sé svona. Félagið gefur þeim aðstöðu til að æfa og það er allt sem ég get sagt."

Manchester United - Chelsea á morgun
Á morgun laugardag er Chelsea að fara að heimsækja Manchester United í síðdegisleiknum. Maresca segir að möguleiki sé á að Alejandro Garnacho, sem gekk í raðir Chelsea frá United í sumar, gæti byrjað gegn sínum fyrrum félögum.

„Hann hefur komið af bekknum í síðustu tveimur leikjum og gert vel. Við erum ánægð með það hvernig hann er að aðlagast leikstíl okkar. Hann er klár í að byrja á morgun ef á þarf að halda," segir Maresca.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner