Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 18. september 2025 21:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haaland bætti met Van Nistelrooy - Fáránleg tölfræði
Mynd: EPA
Erling Haaland er ótrúlegur markaskorari en hann bætti met í Meistaradeildinni í kvöld.

Hann kom Man City á bragðið í 2-0 sigri gegn Napoli í kvöld. Þetta var 50. mark hans í Meistaradeildinni en hann hefur aðeins spilað 49 leiki.

Hann er fljótasti leikmaðurinn í sögunni til að komast í 50 mörk en hann bætti met Ruud van Nistelrooy sem skoraði sitt 50. mark í 62. leiknum.

Hann jafnaði markafjölda Thierry Henry sem skoraði 50 mörk í 112 leikjum fyrir Mónakó, Arsenal og Barcelona. Þeir eru í 9. sæti yfir markahæstu leikmenn sögunnar þar sem Cristiano Ronaldo trónir á toppnum með 140 mörk í 183 leikjum.

Haaland hefur skorað 27 mörk í Meistaradeildinni fyrir City. Hann skoraði 15 mörk fyrir Dortmund og átta fyrir RB Salzburg. Hann skoraði flest mörk á sínu fyrsta tímabili með City, 2022/23. Þá skoraði hann 12 mörk í 11 leikjum.


Athugasemdir