Erling Haaland er ótrúlegur markaskorari en hann bætti met í Meistaradeildinni í kvöld.
Hann kom Man City á bragðið í 2-0 sigri gegn Napoli í kvöld. Þetta var 50. mark hans í Meistaradeildinni en hann hefur aðeins spilað 49 leiki.
Hann kom Man City á bragðið í 2-0 sigri gegn Napoli í kvöld. Þetta var 50. mark hans í Meistaradeildinni en hann hefur aðeins spilað 49 leiki.
Hann er fljótasti leikmaðurinn í sögunni til að komast í 50 mörk en hann bætti met Ruud van Nistelrooy sem skoraði sitt 50. mark í 62. leiknum.
Hann jafnaði markafjölda Thierry Henry sem skoraði 50 mörk í 112 leikjum fyrir Mónakó, Arsenal og Barcelona. Þeir eru í 9. sæti yfir markahæstu leikmenn sögunnar þar sem Cristiano Ronaldo trónir á toppnum með 140 mörk í 183 leikjum.
Haaland hefur skorað 27 mörk í Meistaradeildinni fyrir City. Hann skoraði 15 mörk fyrir Dortmund og átta fyrir RB Salzburg. Hann skoraði flest mörk á sínu fyrsta tímabili með City, 2022/23. Þá skoraði hann 12 mörk í 11 leikjum.
50 - Manchester City's Erling Haaland has scored his 50th goal on his 49th appearance in the UEFA Champions League, reaching half a century of goals in at least 13 appearances fewer than any other player (Ruud van Nistelrooy closest - 62 apps). Unstoppable. pic.twitter.com/zYrZGvGnkc
— OptaJoe (@OptaJoe) September 18, 2025
Athugasemdir