16 ára gamall Sebastian 'Seb' Huntelaar er búinn að gera sinn fyrsta atvinnumannasamning.
Hann er genginn til liðs við PSV Eindhoven eftir að hafa alist upp hjá Vitesse.
Huntelaar, sem á leik að baki fyrir U16 landslið Hollands, gerir þriggja ára samning við PSV.
Huntelaar er sóknarmaður líkt og faðir sinn Klaas-Jan Huntelaar, sem er þriðji markahæsti leikmaður í sögu hollenska landsliðsins með 42 mörk í 76 leikjum.
Athugasemdir