Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
   lau 20. september 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland í dag - Erfitt fyrir Bayern og Ísak
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þýskalandsmeistarar FC Bayern heimsækja Hoffenheim í spennandi viðureign í þýsku deildinni í dag.

Bayern er eina liðið sem er með fullt hús stiga eftir þrjár fyrstu umferðirnar og vonast til að viðhalda því áfram.

Hoffenheim hefur farið vel af stað og er með sex stig, þremur stigum á eftir Bayern. Heimamenn munu ekkert gefa eftir gegn lærisveinum Vincent Kompany.

Werder Bremen spilar svo við Freiburg á meðan Augsburg og Hamburger eiga heimaleiki, áður en RB Leipzig og Köln eigast við í spennandi slag.

Liðin mætast í lokaleik dagsins en Köln er meðal efstu liða deildarinnar með 7 stig. Ísak Bergmann Jóhannesson hefur farið vel af stað með liðinu.

Leipzig er einu stigi á eftir Köln og því um afar spennandi slag að ræða.

Leikir dagsins
13:30 Augsburg - Mainz
13:30 Hamburger - Heidenheim
13:30 Werder - Freiburg
13:30 Hoffenheim - Bayern
16:30 RB Leipzig - Köln
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 3 3 0 0 14 2 +12 9
2 Dortmund 3 2 1 0 8 3 +5 7
3 Köln 3 2 1 0 8 4 +4 7
4 St. Pauli 3 2 1 0 7 4 +3 7
5 Eintracht Frankfurt 3 2 0 1 8 5 +3 6
6 Hoffenheim 3 2 0 1 7 6 +1 6
7 RB Leipzig 3 2 0 1 3 6 -3 6
8 Wolfsburg 3 1 2 0 7 5 +2 5
9 Werder 3 1 1 1 8 7 +1 4
10 Leverkusen 3 1 1 1 7 6 +1 4
11 Augsburg 3 1 0 2 6 6 0 3
12 Stuttgart 3 1 0 2 3 5 -2 3
13 Freiburg 3 1 0 2 5 8 -3 3
14 Union Berlin 3 1 0 2 4 8 -4 3
15 Mainz 3 0 1 2 1 3 -2 1
16 Gladbach 3 0 1 2 0 5 -5 1
17 Hamburger 3 0 1 2 0 7 -7 1
18 Heidenheim 3 0 0 3 1 7 -6 0
Athugasemdir
banner