Erling Haaland skoraði í 2-0 sigri Man City gegn Napoli í fyrstu umferð deildarkeppni Meistaradeildarinnar á Etihad í gær.
Þetta var 50. mark hans í 49 leikjum í Meistaradeildinnien enginn hefur verið jafn fljótur og norski framherjinn að skora 50 mörk í Meistaradeildinni.
Þetta var 50. mark hans í 49 leikjum í Meistaradeildinnien enginn hefur verið jafn fljótur og norski framherjinn að skora 50 mörk í Meistaradeildinni.
„Hvað get ég sagt? Tölurnar tala sínu máli. Við erum heppin að vera með hann. Ég óska honum til hamingju því hann er við hlið markaskorara á borð við Van Nistelrooy, Lewandowski og sérstaklega skrímslin tvö Cristiano og Messi undanfarin 20 ár. Það er ótrúlegt að Haaland sé þarna," sagði Pep Guardiola, stjóri Man City.
Van Nistelrooy átti metið en hann skoraði 50 mörk í 62 leikjum. Cristiano Ronaldo er markahæstur í sögu Meistaradeildarinnar með 140 mörk. Guardiola er bjartsýnn á að Haaland nái metinu af Ronaldo.
„Með þessu áframhaldi já. Ef hann meiðist ekki getur hann spilað næstu 10-12 árin," sagði Guardiola.
Athugasemdir