Þrír leikmenn Liverpool fá átta í einkunn fyrir frammistöðuna í 2-1 sigrinum á Everton í grannaslag á Anfield í dag. Staðarmiðillinn Liverpool Echo sér um einkunnir að þessu sinni.
Dominik Szoboszlai, Hugo Ekitike og Ryan Gravenberch voru bestu menn Liverpool í leiknum.
Gravenberch skoraði og lagði síðan upp fyrir Hugo Ekitike tæpum tuttugu mínútum síðar. Báðir verið að leika frábærlega með Liverpool á tímabilinu eins og Szoboszlai sem lék á miðsvæðinu í dag.
James Garner og Idrissa Gana Gueye voru bestu menn Everton með 7, en Vitalii Mykolenko og Kiernan Dewsbury-Hall slakastir með 5.
Liverpool: Alisson (6), Bradley (6), Konate (7), Van Dijk (7), Kerkez (7), Gravenberch (8), Mac Allister (6), Salah (7), Szoboszlai (8), Gakpo (6), Ekitike (8).
Varamenn: Wirtz (5), Isak (5), Jones (7).
Everton: Pickford (6), O'Brien (6), Mykolenko (5), Tarkowski (6), Keane (6), Gueye (7), Garner (7), Ndiaye (6), Dewsbury-Hall (5), Beto (6).
Varamenn: Barry (6),
Athugasemdir