PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   sun 20. október 2019 05:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England í dag - Rætast draumar í leikhúsi draumanna?
Manchester United tekur á móti Liverpool á Old Trafford í dag. Gengi liðanna hefur heldur betur verið mismunandi það sem af er tímabili. Liverpool er með fullt hús stiga eftir átta umferðir en United liðið er í neðri hluta deildarinnar.

Manchester United verður án þeirra David de Gea og Paul Pogba á meðan Liverpool liðið ætti að vera upp á sitt sterkasta en Joel Matip, Mo Salah og Alisson eru sagðir tilbúnir fyrir leikinn.

United hefur einungis unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í deildinni og illa hefur einnig gengið að skora. United hefur skorað níu mörk í leikjunum átta, þar af fjögur gegn Chelsea. Liverpool hefur skorað 20 mörk í sínum leikjum.

Fimm af síðustu átta leikjum liðanna hafa endað með jafntefli, Liverpool hefur unnið tvo og United einn. Sigri Liverpool í dag jafnar liðið met Manchester City með átján sigurleiki í röð í deildinni.

Sjá einnig: Álitsgjafar spá í leik Manchester United og Liverpool

Sjá einnig: Líkleg byrjunarlið Man Utd og Liverpool

Sjá einnig: Enska hringborðið - Hitað upp fyrir Man Utd - Liverpool með Sóla Hólm

England - Úrvalsdeild
15:30 Man Utd - Liverpool (Síminn Sport)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
7 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
8 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
9 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
10 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner
banner
banner