Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 20. nóvember 2019 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Keown: Arsenal verður að krækja í Pochettino
Mynd: Getty Images
Martin Keown, fyrrum lykilmaður í eitt sinn frábærri vörn Arsenal, er enn mikill stuðningsmaður félagsins og tjáir sig reglulega um það.

Hann er ekki sérlega sáttur með gengi Arsenal undir stjórn Unai Emery og telur að nú sé fullkomið tækifæri til að krækja í Mauricio Pochettino, sem var rekinn frá Tottenham í morgun.

„Arsenal verður að krækja í Pochettino. Fólkið sem stjórnar ætti að vera að skoða hann. Að mínu mati er þetta gríðarlega mikilvæg stund í ensku úrvalsdeildinni og Arsenal þarf að bregðast skjótt við. Þetta er maður sem var eftirsóttur af Real Madrid," sagði Keown.

FC Bayern er um þessar mundir sterklega orðað við Pochettino og er erfitt fyrir Arsenal að berjast við þýsku risana. Allt er í rugli hjá Arsenal þessa stundina þar sem þjálfarinn hefur aldrei verið óvinsælli og er Granit Xhaka, fyrirliði, mögulega búinn að spila sinn síðasta leik fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner