Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 20. nóvember 2019 21:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Móðir og bróðir Baldvins kynna Baldvinsstofu
Mynd: Thorsport
Hermann Helgi í leik með Þór í sumar.
Hermann Helgi í leik með Þór í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Baldvinsstofa var vígð 5. nóvember við hátíðlega athöfn. Stofan er ný líkamsræktaraðstaða í félagsheimili Þórs, Hamri. Hún er gjöf Minningarsjóðs Baldvins Rúnarssonar til Íþróttafélagsins Þórs.

Minningarsjóður Baldvins var stofnaður af fjölskyldu og vinum Baldvins, sem lést þann 31. maí 2019, 25 ára að aldri. Hann lést eftir fimm ára baráttu við krabbamein. Sjóðnum er ætlað að styrkja einstaklinga, hópa eða félög á sviði íþrótta- og mannúðarmála í anda Baldvins.

Í gær birti N4 myndband, úr þættinum Að Norðan, þar sem Baldvinsstofa er skoðuð. Rætt er við Ragnheiði Jakobsdóttur, móður Baldvins, og Hermann Helga Rúnarsson, bróður hans.

„Þetta voru Baldvins ær og kýr að hér yrði almennileg líkamsræktaraðstaða innan félagsins. Hann var margoft búinn að tala um að hér yrði að vera almennileg aðstaða sem var kveikjan að þessu," sagði Ragnheiður við N4.

Baldvin var mikill Þórsari og leikur bróðir hans, Hermann, með meistaraflokki Þórs. Hermann var spurður út í sjóðinn og næstu skref hans.

„Það stendur til dæmis í reglum sjóðsins að á tveimur dagsetningum verði úthlutað (einhverri fjárhæð) úr honum. Önnur dagsetningin er 15. janúar, afmælisdagur Baldvins. Stefnan er að búa til einhvern viðburð og úthluta til góðgerðamála," sagði Hermann.

Myndbandið úr þættinum Að Norðan má sjá hér að neðan. Skúli Bragi Magnússon tók viðtalið fyrir N4.



Athugasemdir
banner
banner