fös 20. nóvember 2020 09:25
Magnús Már Einarsson
Ari Freyr mögulega búinn að spila sinn síðasta leik
Icelandair
Ari sat lengi á grasinu á Wembley eftir leikinn í fyrrakvöld.
Ari sat lengi á grasinu á Wembley eftir leikinn í fyrrakvöld.
Mynd: Getty Images
„Það gæti bara vel verið að ég hafi verið að spila minn síðasta lands­leik en á sama tíma þá er ég ekki til­bú­inn að koma með nein­ar yf­ir­lýs­ing­ar þannig að við sjá­um bara hvað set­ur,“ sagði vinstri bakvörðurinn Ari Freyr Skúlason í sam­tali við Morgunblaðið í dag.

Ari spilaði sinn 77. landsleik fyrir Íslands hönd í 4-0 tapinu gegn Englandi í Þjóðadeildinni í fyrrakvöld.

Eftir leik sat Ari lengi eftir á grasinu á Wembley og vonbrigði hans voru mikil.

„Maður er alltaf von­svik­inn þegar maður tap­ar en þessi Ung­verja­leik­ur sat mikið í öll­um enda var mark­miðið núm­er eitt, tvö og þrjú að kom­ast á EM og við vor­um ansi ná­lægt því. Þessi þriggja lands­leikja gluggi er nátt­úr­lega al­gjört kjaftæði enda erum við að tala um þrjá lands­leiki á sjö dög­um og ofan á það bæt­ast ferðalög á milli landa," sagði Ari við Morgunblaðið í dag.

Sjá einnig:
Myndir: Ari grét á Wembley eftir leik - Síðasti landsleikurinn?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner