Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fös 20. nóvember 2020 16:15
Magnús Már Einarsson
Sterling og Aguero líklega með gegn Tottenham
Raheem Sterling og Sergio Aguero verða líklega báðir með Manchester City gegn Tottenham á morgun en Pep Guardiola, stjóri City, staðfesti þetta á fréttamannafundi í dag.

Aguero hefur verið frá keppni í mánuð vegna meiðsla aftan í læri en hann hefur æft í þessari viku.

Sterling meiddist á kálfa í landsleikjahléinu en hann er klár í slaginn.

Fernandinho mun hins vegar missa af leiknum á morgun vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner