Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 20. nóvember 2020 21:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ennþá sætara eftir á að hyggja að þetta er það sem skilar okkur inn á EM"
,,Við vitum hversu mikið þetta gerði fyrir liðið sem fór á lokamótið síðast"
Eftir leik gegn Svíþjóð í haust.
Eftir leik gegn Svíþjóð í haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markinu á Írlandi fagnað.
Markinu á Írlandi fagnað.
Mynd: Getty Images
U21 fyrir umspilsleik gegn Skotlandi árið 2010.
U21 fyrir umspilsleik gegn Skotlandi árið 2010.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gegn Svíþjóð
Gegn Svíþjóð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leit út fyrir að enda í jafntefli og því mjög sætt þegar við náum að skora og ennþá sætara eftir á að hyggja að þetta er það sem skilar okkur inn á EM."

„Ég er mjög góður, mjög fínt kvöld," sagði Patrik Sigurður Gunnarsson, markvörður Viborg og U21 árs landsliðsins, við Fótbolta.net í kvöld. Patrik varði mark mark Viborg í 2-1 sigri á Hobro í deildinni og í dag varð ljóst að U21 árs landsliðið tæki þátt í lokakeppni EM á næsta ári.

Sjá einnig:
„Þetta hefur mikla þýðingu fyrir okkur sem lið og Ísland"

Fékk tíðindin í bílnum eftir leik
Hvenær komst Patrik að því að U21 færi í lokakeppnina? „Þegar ég er kominn út í bíl eftir leik og er á leiðinni heim. Þá kveiki ég á símanum og sé í 'groupchattinu' okkar að við erum komnir áfram."

„Það var geggjað að fá þetta staðfest. Okkur hefur grunað að þetta yrði niðurstaðan eftir leik Ítalíu og Svíþjóðar á miðvikudag en gott að fá þetta staðfest og vita að þetta sé bara klárt."


Skítstressaður að horfa
Hvernig var að fylgjast með leik Ítalíu og Svíþjóðar á miðvikudag? Svíþjóð mátti ekki vinna leikinn og Ítalía var þegar öruggt með sæti í lokakeppninni.

„Það var bæði stressandi og ekki. Það voru allir að tala um að Ítalía hafði að engu að keppa á meðan Svíþjóð hafði að öllu að keppa. Ég hafði einhvern veginn alltaf trú á því að Ítalía myndi klára þetta. Ég horfði á leikinn, var skítstressaður þangað til Ítalía komst í 3-1, þá vissi maður að þetta var komið."

Ætlaði að hlaupa upp allan völlinn en var stöðvaður
Spólum til baka til sunnudags. Hvernig var tilfinniningin þegar Valdimar skoraði sigurmarkið í uppbótartíma gegn Írlandi sem varð markið sem kom Íslandi í séns á lokamótinu?

„Það var geðveikt. Það var alveg sturlað. Ég ætlaði að hlaupa upp allan völlinn en Addi [Arnar Þór Viðarsson] stöðvaði mig áður en ég var kominn yfir miðlínu og sagði mér að skottast aftur í markið og halda einbeitingu. Þetta leit út fyrir að enda í jafntefli og því mjög sætt þegar við náum að skora og ennþá sætara eftir á að hyggja að þetta er það sem skilar okkur inn á EM."

„Við vorum að fá hættulegri færi en Írarnir og vorum miklu betri í seinni hálfleik heldur en í fyrri þar sem við vorum of stressaðir. Mér fannst sigurinn eftir á að hyggja sanngjarn."


Núllaði það mark út svekkelsið gegn Ítölum þar sem Ítalir skoruðu sigurmark undir lokin?

„Þegar maður hugsa um það eftir á þá hugsar maður að ef við hefðum haldið út gegn Ítalíu hefðum verið komnir áfram og hefðum ekki þurft að treysta á þá. Við fáum á okkur mark undir lokin og skorum í uppbótartíma þannig það eiginlega núllast út."

Stærra en að vera valinn í A-landsliðið
Patrik hefur verið valinn oftar en einu sinni í A-landsliðshóp. Hvort finnst honum stærra að komast í lokakeppni með U21 en að vera valinn í A-landsliðið?

„Það er auðvitað mjög stórt að vera valinn í A-landsliðið og sérstaklega í fyrsta skiptið. Ég er ekki búinn að spila minn fyrsta leik fyrir A-landsliðið þannig persónulega, já, þá finnst mér þetta stærra því ég er ekki búinn að spila fyrir A-landsliðið."

Gott fyrir 'recordið'
Lokakeppnin hefst með riðlakeppni í mars. Er spennandi að vita af þessu á næstunni?

„Jú, algjörlega. Næstu mánuðir verða mjög spennandi og auðvitað viljum við allir vera í liðinu þegar riðlakeppnin hefst. Við þurfum að vera í toppstandi þegar kemur að þessu. Þetta er algjör snilld líka fyrir okkur leikmennina því við vitum hversu mikið þetta gerði fyrir liðið sem fór á lokamótið síðast, fyrir tæpum áratugi. Þetta er gott fyrir 'recordið'," sagði Patrik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner