Heimild: Vísir
Í dag var dregið í umspilið fyrir HM næsta sumar, sextán Evrópuþjóðir berjast um fjögur laus sæti á mótinu sem fer fram næsta sumar. Umspilið verður spilað í mars.
Írland, sem Heimir Hallgrímsson stýrir, þarf að vinna Tékkland á útivelli í undanúrslitum. Ef Írland vinnur þann leik koma annað hvort Danir eða Norður-Makedónar á heimsókn til Dublin í úrslitaleiknum.
Írland, sem Heimir Hallgrímsson stýrir, þarf að vinna Tékkland á útivelli í undanúrslitum. Ef Írland vinnur þann leik koma annað hvort Danir eða Norður-Makedónar á heimsókn til Dublin í úrslitaleiknum.
Ísland tapaði á sunnudag úrslitaleik við Úkraínu um að komast í umspilið. Úkraína mætir Svíþjóð á heimavelli í undanúrslitum og sigurvegarinn úr þeim leik mætir annað hvort Póllandi eða Albaníu á heimavelli í úrslitunum.
Undanúrslitaleikirnir fara fram 26. mars og úrslitaleikirnir 31. mars.
Af Vísi
Leið A: Ítalía - Norður-Írland og Wales - Bosnía. Wales eða Bosnía verður á heimavelli í úrslitaleiknum.
Leið B: Úkraína - Svíþjóð og Pólland - Albanía. Úkraína eða Svíþjóð verður á heimavelli í úrslitaleiknum.
Leið C: Tyrkland - Rúmenía og Slóvakía - Kósovó. Slóvakía eða Kósovó verður á heimavelli í úrslitaleiknum.
Leið D: Danmörk - Norður-Makedónía og Tékkland - Írland. Tékkland eða Írland verður á heimavelli í úrslitaleiknum.
Það er einnig spilað í blönduðu umspili, þjóðir frá mismunandi heimsálfum spila sín á milli um tvö laus sæti á HM. Nýja-Kaledónía mætir Jamaíku í undanúrslitum og sigurliðið mætir svo Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó í úrslitaleik um sæti á HM.
Í hinum undanúrslitunum mætast Bólivía og Súrinam í undanúrslitaleik. Sigurliðið mætir Írak í úrslitaleik.
Athugasemdir




