Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. janúar 2020 21:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalski bikarinn: Tvö rauð í sigri Napoli á Lazio
Napoli fagnar marki sínu.
Napoli fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Napoli 1 - 0 Lazio
1-0 Lorenzo Insigne ('2 )
Rautt spjald: Elseid Hysaj, Napoli ('19), Lucas Leiva, Lazio ('25)

Það var algjörlega frábær fótboltaleikur í 8-liða úrslitum ítalska bikarsins í kvöld þegar Napoli og Lazio áttust við.

Lorenzo Insigne skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins tvær mínútur og kom Napoli yfir. Stuttu síðar fékk Lazio hins vegar vítaspyrnu. Ciro Immobile steig á punktinn, en hann rann og skaut fram hjá markinu.

Á 19. mínútu dró til tíðinda þegar Elseid Hysaj, bakvörður Napoli, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Napoli var hins bara einum færri þangað til á 25. mínútu því þá lét Lucas Leiva, fyrrum leikmaður Liverpool, reka sig út af. Hann fékk gult fyrir brot og annað gult fyrir kjaftbrúk í kjölfarið.

Lazio skoraði tvö rangstöðumörk í seinni hálfleiknum, en ekkert löglegt mark. Napoli fékk líka sín færi og átti bakvörðurinn Mario Rui mjög góða tilraun undir lok leiksins, tilraun sem hafnaði í stönginni.

Lokatölur 1-0 fyrir Napoli og eru ríkjandi bikarmeistarar Lazio úr leik í ítalska bikarnum.

Lazio hefur átt ótrúlegu gengi að fagna upp á síðkastið á ítalskri grundu. Liðið hefur unnið alla leiki sína á Ítalíu síðan 27. október - þar til í kvöld.

Þetta er mikilvægur sigur fyrir Napoli sem hefur átt vonbrigðartímabil og situr í 11. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner