þri 21. janúar 2020 13:30
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefur Sheffield United 
Sheffield United fær næst yngsta leikmann Liverpool frá upphafi
Jack Robinson er genginn í raðir Sheffield United. Hann hóf feril sinn hjá Liverpool en kemur frá Nottingham Forest.
Jack Robinson er genginn í raðir Sheffield United. Hann hóf feril sinn hjá Liverpool en kemur frá Nottingham Forest.
Mynd: Getty Images
Sheffield United hefur gengið frá kaupum á Jack Robinson varnarmanni Nottingham Forest en hann gerði tveggja og hálfs árs samning við félagið í dag.

Robinson er annar leikmaðurinn sem félagið fær í janúar glugganum en Jack Rodwell hafði komið í upphafi mánaðarins og samið til skamms tíma.

Robinson hóf feril sinn í aðalliði árið 2010 með Liverpool. Hann er næst yngsti leikmaðurinn í sögu félagsins en hann var 16 ára og 250 daga er hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið. Hann spilaði þrjá deildarleiki í heildina en fór síðar á lán ti Wolves og Blackpool.

Hann er í dag 26 ára gamall og hefur síðan spilað með QPR, Huddersfield og nú síðast Nottingham Forest síðan 2018 þar sem hann spilaði yfir 40 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner